Möguleg snjóflóðahætta á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla

Snjóflóðahætta er möguleg í dag fimmtudag á næstu klukkutímum á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla samkvæmt tilkynningu á vef Vegagerðinnar.

Hálka víðast hvar á Norðurlandi en flughálkt er á Hringveginum sunnan Blönduóss, á Reykjabraut, í Vatnsdal, á hluta Svínvetningabrautar sem og í út-Blönduhlíð.