Möðruvallaprestakalli aftur skipt upp

Á kirkjuþingi sem slitið var í gær, var samþykkt að Möðruvallaprestakalli verði aftur skipt upp í tvö prestaköll. Möðruvallaprestakall varð til við sameiningu Möðruvalla- og Hríseyjarprestakalls í júlí í fyrra, en þá voru sóknarnefndir prestakallanna tveggja einhuga í andstöðu sinni við sameiningu.

Sami prestur verður áfram í Hríseyjarprestakalli en ekki liggur fyrir hvenær nýr prestur verði ráðinn í Möðruvallasókn.

Heimild: ruv.is