Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar fór yfir ýmis skólamál með Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar á fundi í byrjun vikunnar. Rætt var meðal annars um húsnæðismál Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem mjög þröngt er um skólastarf í báðum skólahúsum, á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar eru nú ríflega 220 og er útlit fyrir fjölgun nemenda á næstu skólaárum.

Fjallabyggð óskaði eftir tilboðum í stækkun grunnskólans í Ólafsfirði í sumar, en illa hefur gengið að fá tilboð í verkið.