Mínus fimmtán á Alexandersflugvelli

Mjög kalt hefur verið á Sauðárkróki í nótt og dag. Á veðurstöðinni á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki mældist -15,4° kl. 05:00 í nótt og – 15,1° kl. 10 í morgun. Flugfélagið Ernir hefur áætlunarflug til Sauðárkróks þann 1. desember næstkomandi og verður flogið þrisvar sinnum í viku.

Töluvert hlýrra var á Þverárfjallinu í dag en kaldast mældist þar -7,1° kl. 11:00 í morgun. Á Skagatá mældist kaldast – 4,6° kl. 03:00 í nótt.