Minnsti samdráttur á Norðurlandi í nýtingu hótelherbergja

Gistinætur á hótelum í febrúar voru 41.900 og dróst hótelgisting í mánuðinum saman á milli ára í öllum landshlutum. Mestur var samdrátturinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem gistinóttum í febrúar fækkaði úr 222.100 í 13.100 á milli ára, eða um 94%. Á sama tíma dróst framboð hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu saman um 53% á milli ára um leið og herbergjanýting féll um 59 prósentustig og var hún 10,9% í febrúar. Minnstur samdráttur var á Norðurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 17%. Á meðan framboð hótelherbergja á Norðurlandi dróst saman um 28% frá febrúar 2020 hækkaði herbergjanýting á sama tíma um 0,8 prósentustig, í 27,5%.

Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða í febrúar síðastliðnum drógust saman um 84% samanborið við febrúar 2020. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 87%, um 74% á gistiheimilum og um 67% á öðrum tegundum skráðra gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.).

Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Mynd og texti: hagstofa.is