Kæru Siglfirðingar og vinir. Föstudaginn 8. nóvember kl.15:00 munu foreldrar og börn Kristbjargar Marteinsdóttur eða Kittýjar eins og hún var alltaf kölluð hittast á bókasafninu á Siglufirði og setja þar upp minningarskjöld til minningar um elsku Kittý.
Kittý hefði orðið 60 ára 12. desember og þar að auki eru 10 ár liðin frá minningargöngu hennar þar sem gengið var í fyrsta sinn í gegnum Héðinsfjarðargöng. Það væri gaman að sjá ykkur sem flest koma til okkar föstudaginn 8.nóvember í bókasafninu á Siglufirði, milli 15:00- 17:00 og eiga með okkur góða stund.
Það verður rjúkandi kaffi á könnunni.
Kær kveðja, Börn, foreldrar og fjölskylda Kittýjar.