Þriðjudaginn 23. júlí kl. 19:00, mun Dalvík/Reynir leika minningarleik í knattspyrnu gegn Magna frá Grenivík á Dalvíkurvelli. Minningarleikur þessi er haldinn í minningu Hans Ágúst Guðmundssonar Beck sem lést í bílslysi þann 26. mars 2012. Hans var markvörður Dalvíkur/Reynis og skildi hann eftir sig eiginkonu og tvö börn. Allur ágóði af þessum leik rennur óskiptur til fjölskyldu Hansa.

Frjáls framlög verða við innganginn.

Styrktarreikningur Hansa er sem hér segir:

Rkn:    0565-14-402483 Kt:    190883-5239