Golfklúbbur Fjallabyggðar
Í minningu um látna félaga Golfklúbbs Fjallabyggðar verður árlega Minningarmótið haldið mánudaginn 5. ágúst á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði.
Leiknar verða 18 holur og ræst verður af öllum teigum kl. 12:00. Kaffihlaðborð á loknu móti. Keppt verður í punktakeppni með forgjöf og eru vegleg verðlaun.
Karlaflokkur : Hámarks forgjöf karla 24
Kvennaflokkur : Hámarks forgjöf kvenna 28
Punktakeppni með forgjöf
Veitt verða verðlaun fyrir flesta punkta í þremur verðlaunasætum í hvorum flokki.
1. sæti Gjafabréf fyrir 2 í GeoSea á Húsavík & 12.000 kr Gjafabréf í Golfskálanum
2. sæti 17.000 kr Gjafabréf í Golfskálanum
3. sæti 12.000 kr Gjafabréf í Golfskálanum
Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik.
Nándar verðlaun á 2/11 braut. Dregið verður úr skorkortum.
Mótsgjald kr. 6.000
Kaffihlaðborð að móti loknu er innifalið í mótsgjaldi.
Skráning og upplýsingar á www.golf.is og í síma 863-0240/861-7164.