Í gær, þriðjudaginn 9. apríl, var þess minnst að rétt 50 ár eru liðin frá því að ellefu sjómenn fórust í fárviðri við Norðurland, þar af sjö Dalvíkingar í blóma lífsins. Fjölskyldur misstu eiginmenn, feður, syni, frændur og vini í hamfaraveðri sem hjó stór skörð í raðir íbúanna í hér í þorpinu. Þessi atburður er eins og sár í sögu þessa byggðalags. Þetta gerðist í dymbilvikunni 1963 en Dalvíkingarnir voru af vélbátunum Hafþóri og Val.

Haukur Sigvaldason, Dalvíkingur og sonur Sigvalda Stefánssonar, eins þeirra sem fórst í óveðrinu 9. apríl 1963, hafði frumkvæði og var helsti drifkraftur þeirrar minningarathafnar sem fram fór í gær á Dalvík og í Eyjafirði.

Þetta kemur fram á www.dalvik.is og má lesa alla fréttina þar og sjá myndir.