Minnihlutinn vill mann inn í byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar

Minnihlutinn í Fjallabyggð vill gera breytingar á byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar og vilja fá mann í nefndina en þeir hafa nú aðeins varamann.

Yfirlýsing minnihlutans er eftirfarandi:

“Við í minnihlutanum hörmum þá afgreiðslu sem varð í bæjarráði að taka ekki upp þessa nefnd eins og allar aðrar nefndir eftir að ný bæjarstjórn tók við, og þó að bæjarstjórn hafi samþykkt þessa skipan á nefndinnni er að sjálfsöðu ávallt hægt að endurskoða allar nefndir þ.a.m. þessa nefnd, þar sem minnihlutinn hefur nú engan aðalmann í byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar, eingöngu varamann.”

Egill Rögnvaldsson
Guðmundur Gauti Sveinsson
Sólrún Júlíusdóttir