Minni-Reykir í Fljótum auglýst til sölu

Minni-Reykir í Fljótum hefur verið auglýst til sölu á 80 milljónir króna sem er undir fasteignamati, sem er rúmlega 92 milljónir króna. Á jörðinni eru íbúðarhús, fjárhús, hesthús og reiðskemma.

Frábær jörð til sauðfjárræktar og/eða ferðaþjónustu.  Jörðin er um 48 hektarar (þar af ræktað land um 28,3 ha) auk þess tilheyra jörðinni um 400 hektarar af óskiptu landi með annarri jörð. Jörðinni fylgja jarðhitaréttindi til upphitunar og neyslu.  Veiðiréttur í Flókadalsá og Flókadalsvatni fylgir jörðinni.

Á jörðinni eru tvö íbúðarhús annars vegar 96,6 m2 og hins vegar 123,2 m2 að stærð. Hesthús fyrir 20 hross ásamt reiðskemmu og fjárhús fyrir um 600 fjár. Ærgildi í sauðfé 379. Á Minni-Reykjum er nú búið með hross og um 280 fjár.

Það er Fasteignamiðstöðin sem fer með söluna en nánari upplýsingar og myndir eru á fasteignavef mbl.is.