Hafnarstjóri Fjallabyggðar hefur birt tölur um landaðan afla í Fjallabyggðarhöfnum frá 1. janúar 2022 til og með 11. nóvember með samanburði við fyrra ár.

Á Siglufirði hafa 13.350 tonn borist á land í 1260 löndunum, samtímatölur ársins 2022 á sama tímabili eru 19.391 tonn í 1405 löndunum. Á Ólafsfirði hafa 340 tonn borist á land í 152 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 285 tonnum verið landað í 176 löndunum.