Minjasafnið á Akureyri hlaut styrk úr Safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 milljónum króna. Minjasafnið á Akureyri hlaut alls 4.000.000 kr í styrk, þar af 800.000 kr í rekstrarstyrk. Fyrir verkefnið Tónlistarlíf í Eyjafirði 1,7 milljónir og verkefnið Fjársjóður í myndum 1,5 milljónir.