Miklum verðmætum stolið í innbroti á Sauðárkróki

Í morgun var brotist inn á heimili á Sauðárkróki og stolið miklum verðmætum. Lögreglan á Norðurlandi vestra er byrjuð að rannsaka málið en biður fólk um að hafa varan á sér og sjá til þess að hús og bílar séu læst. Eins biður lögreglan um að láta vita ef fólk verður vart við grunsamlegar mannaferðir í kringum heimili fólks.