Miklar malbikunarframkvæmdir á Skagaströnd

Malbikun á Skagaströnd hófst um miðja síðustu viku þegar malbikunarflokkurinn lagði fyrstu fermetrana á útsýnsistaðinn á Spákonufellshöfða. Næstu daga verður lagt malbik víða um bæinn bæði á plön og götur. Alls er gert ráð fyrir að malbika 15.700 fermetra. Þar af verða 8.500 fm nýlagnir á plön og götur og 7.200 fm yfirlagnir á gamalt og lélegt slitlag gatna. Reiknað er með að malbikunarframkvæmdir standi yfir fram til 15. september en getur þó farið eftir veðri hvernig gengur.

Íbúar eru beðnir að virða athafnasvæði malbikunarflokksins og þær lokanir sem nauðsynlegt er að setja bæði í öryggisskyni og til að malbikið skemmist ekki á meðan það er að kólna. Sömuleiðis er fólk beðið að leggja ekki bílum í þær götur og á þau svæði sem malbikun er að hefjast á.

Mynd: Magnús Rúnar Magnússon /Héðinsfjörður.is