Miklar hviður á Siglufjarðarvegi

Hviður hafa náð upp í 40 m/s í kringum hádegið á Siglufjarðarvegi samkvæmt veðurathugunarstöð þar. Vindurinn var núna í hádeginu 26 m/s. Vindstyrkur og hviður hafa verið að aukast síðan klukkan 6 í morgun. Þetta má sjá á korti Veðurstofunnar.

Hviður á Siglufirði hafa mest náð í hádeginu upp í 25 m/s og vindurinn 15 m/s. Rólegra veður er í Ólafsfirði, en þar var vindurinn í hádeginu 10 m/s og hviður 13 m/s.