Mikilvæg tilkynning til íbúa á Norðurlandi eystra

Íbúar á Norðurlandi eystra eru beðnir um að vera ekki á ferðinni á þjóðvegum að óþörfu. Búast má við áframhaldandi vatnavöxtum í ám fram á nótt. Hugsanlegt er að ár geti jafnvel rofið vegi og skemmt brýr. Þá eru íbúar á Akureyri beðnir um að vera ekki á ferðinni á göngustígum og lægðum kringum Glerá.
Nú þegar er búið að loka brúnni við Þverá í Eyjafirði og einnig við Möðruvelli, þar sem Eyjafjarðrarbraut eystri og vestri mætast.
Sem varúðarráðstöfun eru íbúar á Norðurlandi eystra beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu á vegum og sýna aðgát kringum ár og vötn.