Mikill vetrarmokstur hjá Vegagerðinni í ár

Árið 2011 hefur verið erfitt í vetrarþjónustunni hjá Vegagerðinni. Ekki nóg með að síðustu vikur hafi verið erfiðar heldur þurfti að hálkuverja fram í miðjan júní í sumar eða einum og hálfum mánuði lengur en venjulega.

Nú stefnir í að heildarútgjöld vegna vetrarþjónustunnar verði um 1900 milljónir króna en heildarfjárveitingar til þjónustunnar fyrir árið 2011 eru 1630 milljónir króna

Kostnaður 30. nóvember síðastliðinn nam þá 1.421 milljónum króna í vetrarþjónustunni.

Úr gögnum úr ferilvöktunarkerfinu Vegagerðarinanr og áætluðum öðrum kostnaði svo sem við eftirlit, stjórnun og útmokstur er reiknað með allt að 500 m.kr. kostnaði í desember.

Heildarakstur snjóruðningstækja í desember er um 400.000 km eða um tífalt ummál jarðar, saltnotkun í desember er um 4.000 tonn sem þýðir saltkostnað upp á um það bil 100 milljónir króna.

Heimild: Vegag.is