Mikill snjóþungi í Fjallabyggð
Talsvert magn af snjó féll í nótt í Fjallabyggð og hafa samgöngur gengið erfiðlega í dag fyrir marga. Íbúi í Ólafsfirði sendi okkur myndir síðan í dag sem sýnir hversu snjóþungt er nú í miðbæ Ólafsfjarðar og víðar. Stórvirkar vinnuvélar voru út um alla Fjallabyggð í morgun við að hreinsa götur. Hefðbundin kennsla féll niður í Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag. Enginn skólaakstur var á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í dag en kennsla fór fram á báðum starfsstöðum grunnskólans. Björgunarsveitir veittu aðstoð við að moka af þökum í dag í Fjallabyggð.
