Mjög köld nótt var í Ólafsfirði en frostið fór mest í -17,6°  02:00 í nótt. Klukkan 8:00 var frostið -16,7 en spáin gerir ráð fyrir minnkandi frosti þegar líður á daginn.

Frostið var töluvert minna á Siglufirði í nótt en var kaldast klukkan 02:00 í nótt þegar frostið var -11,4°. En klukkan 9:00 í morgun var aftur farið að kólna og var frostið þá -13,6° á Siglufirði.

Hálka eða snjóþekja er á öllum leiðum á Norðurlandi.