Eins og kunnugt er, er talið að veikindi vegna Covid-19 séu í hámarki. Í Skagafirði eru mikil veikindi og fjölmargir starfsmenn fyrirtækja og stofnana heima vegna þeirra. Því miður hefur þurft að draga úr þjónustu félagsþjónustunnar og gera breytingar sem hefur áhrif á daglegt líf fólks sem nýtur þjónustunnar.

Leita hefur þurft til bakvarða vegna þjónustu við fatlað fólk en sem betur fer hefur ekki þurft að grípa til lokana. Draga hefur þurft úr daglegri þjónustu s.s. í heimaþjónustu, dagdvöl, Iðju hæfingu, stuðnings – og stoðþjónustu við fatlað fólk og almennri ráðgjöf.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar.