Mikil úrkomuspá í Fjallabyggð næstu tvo daga

Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands þá er talsverðri úrkomu spáði í Fjallabyggð á þriðjudag og miðvikudag. Gul viðvörun verður á Norðurlandi á þriðjudag og til morguns á miðvikudag.

Þriðjudaginn 21. september er spáð 59 mm á Siglufirði og 17m/s vindi. Á miðvikudag er spáð 38 mm úrkomu 11m/s vindi.

Í Ólafsfirði er spáð 38 mm úrkomu á þriðjudag og 14 m/s vindi. Á miðvikudag er spáð 28 mm úrkomu og 9 m/s vindi.

Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum sem geta fokið.  Varasamt ferðaveður fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.