Mikil umferðaraukning nyrst á Tröllaskaga

Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni var töluverð auking á umferðinni milli daga nyrst á Tröllaskaga, á Siglufjarðarvegi, um Héðinsfjarðargöng og um Ólafsfjarðarmúla.

Í  gær, föstudaginn 1 . ágúst fóru 723 bílar um Siglufjarðarveg og jókst um 168 bíla deginum á undan. Um Héðinsfjarðargöng fóru 1302 bílar og jókst um 267 bíla frá deginum á undan og mestur fjöldi síðustu 7  daga. Um Ólafsfjarðarmúla fóru 1162 bílar og jókst um slétta 200 bíla frá fimmtudegi. Það má því reikna með því að góður fjöldi ferðamanna sé á Síldarævintýrinu og einnig í Skagafirði á Unglingalandsmóti.

Héðinsfjarðargöng