Það er óhætt að segja að mikil umferð hafi verið um Héðinsfjarðargöngin í gær, föstudaginn 19. júlí. Um göngin keyrðu 1491 bíll sem er það mesta það sem af er sumri. Má reikna með að fólk úr Ólafsfirði og víðar hafi heimsótt Siglufjörð í gær og kíkt á tónleika Húna II á bryggjunni.

Þá var töluverð umferð um Siglufjarðarveg, en 738 bílar fóru þar um, óháð akstursstefnu. Um Ólafsfjarðarmúla fóru 1291 bíll.