Mikil umferð á Tröllaskaganum í gær

Það var þung umferð víðsvegar á Tröllaskaganum í gær og víða álagspunktar í einbreiðum göngum eins og í Strákagöngum við Siglufjörð og Múlagöngum við Ólafsfjörð. Þau göng eru ekki gerð fyrir svona mikla umferð og virka sem flöskuháls miðað við hin frábæru Héðinsfjarðargöng sem eru tvíbreið. Það þarf því að fara varlega og sýna þolinmæði þegar umferðin er hæg.

Helstu umferðartölur eru þessar. (samanlögð umferð óháð stefnu):

Héðinsfjarðargöng: 29.júlí 1347 bílar                                                               Ólafsfjarðarvegur / Múlagöng: 29.júlí 1841 bíilar                                                   Siglufjarðarvegur / Strákagöng: 29.júlí 797 bílar                                                         Öxnadalsheiði: 29.júlí 2738 bílar