Mikil þátttaka í Siglómótinu í blaki

Metþátttaka er á hinu árlega Siglómóti í blaki sem fram fer í Fjallabyggð um næstu helgi.  Það eru 48 lið skráð til leiks, 12 karlalið og 36 kvennalið. Leikið verður í tveimur deildum hjá körlum og fjórum deildum hjá konum. Fimm lið úr Fjallabyggð eru skráð til leiks, fjögur kvennalið frá Súlum og eitt karlalið frá Hyrnunni. Þátttakendur á mótinu verða um 300.  Mótið hefst kl. 19:00 á föstudaginn og verður þá spilað í íþróttahúsinu Siglufirði.  Á laugardaginn hefst keppni kl. 08:00 um morguninn og verður þá spilað í báðum íþróttahúsum Fjallabyggðar, á Siglufirði og í Ólafsfirði. Reiknað er með að mótinu ljúki kl. 18:00.

Deildarskipting og riðlar (athugið að öll lið spila 5 leiki á mótinu):
1.deild karla (6 lið og allir við alla): Rimar A – KA Ö – Fylkir – Hyrnan A – Fylkir B – KA K lið.
Rimar, Hyrnan og KA liðin spila tvo leiki á föstudagskvöldinu.
2.deild karla (6 lið og allir við alla): Húnar – Óðinn – Snörtur – Rimar Á – UMF Efling – Völsungur Classic.
Húnar og Rimar spila innbyrðisleik á föstudagskvöldinu.
1.deild kvenna (8 lið > tveir riðlar og tvöfaldur kross):
A-riðill: Súlur 1 – Rimar A – Völsungur A – Krækjur A
B-riðill: Skautar A – Völsungur B – Fylkir A – KA Freyjur A
Súlur og Rimar spila innbyrðisleik á föstudagskvöldinu.
2.deild kvenna (8 lið > tveir riðlar og tvöfaldur kross):
A-riðill: Rimar B – Súlur 2 – Birnur 1 – Völsungur C
B-riðill: Skutlur Eik – Krákurnar – Krækjur B – Skautar B
Rimar, Súlur og Birnur spila innbyrðisleiki á föstudagskvöldinu (tvo leiki hvert lið).
3.deild kvenna (10 lið > tveir riðlar og sætisleikur):
A-riðill: Súlur 3 – Rimar C – Mývetningur – Súlur 4 – Sisters
B-riðill: Skutlur Eik B – KA Freyjur B – Krákurnar B – Skautar C – Völsungur E
Liðin í A-riðli spila öll tvo leiki á föstudagskvöldinu nema Súluliðin sem spila þrjá leiki.
4.deild kvenna (8 lið > tveir riðlar og tvöfaldur kross):
A-riðill: Mývetningur A – Rimar byrjendur – Álkur 2 – UMFS Bryðjur
B-riðill: Álkur – Birnur 2 – MTR blandað – Bjarkir
Öll liðin nema Bjarkir og UMFS Bryðjur spila tvo leiki á föstudagskvöldinu
*Á föstudeginum verður einungis spilað á Siglufirði og verður byrjað að spila kl 19:00 og spilað til ca 23 um kvöldið.
*Á laugardeginum verður byrjað að spila kl 08:00 á báðum stöðum. Spilað verður til ca 16-16:30 á Ólafsfirði og til ca 18:00 á Siglufirði.