Mikil tækifæri í ferðaþjónustu í Ólafsfirði

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 var nýlega með innslag úr Ólafsfirði þar sem rætt var við Ida Semey og Bjarney Guðmundsdóttur sem hafa unnið saman í því að stofna Markaðsstofu Ólafsfjarðar. Hópur fólks úr Ólafsfirði hefur hisst í nokkur skipti og haldið fundi þar sem unnið er sameiginlega að því að framkvæma ýmsar hugmyndir til að laða að fleiri ferðamenn til Ólafsfjarðar og fegra umhverfið.