Mikil snjóflóðahætta á utanverðum Tröllaskaga

Tvö snjóflóð voru sett af stað í upphafi vikunnar  á utanverðum Tröllaskaga, annað úr SV-hlíð hitt úr norðurhlíð, náttúruleg snjóflóð hafa einnig verið að falla.  Í kuldanum undanfarið hefur verið mikill hitastigull og viðbúið að veik lög geti myndast í nýja snjónum. Töluverðri úrkomu er spáð næstu daga á svæðinu og þó sérstaklega á mánudaginn. Það má því búast við vindfleka ofan á veikari snjó og að fjallafólk geti sett af stað snjóflóð.

Þetta kemur fram á www.vedur.is