Mikil hætta á einelti í klefum Íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð

Frístundanefnd Fjallabyggðar hefur rætt gæslumál í klefum íþróttamiðstöðva þegar íþróttafélögin eru með æfingar í húsinu. Talið er að mjög mikil hætta sé á einelti þar og þarf því að passa það sérstaklega. Ákveðið hefur verið að boða forstöðumann íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar á fund Frístundanefndar.