Mikil fjölgun vetrargesta á Síldarminjasafninu

Ekki er vanalegt að margir gestir láti sjá yfir háveturinn á Síldarminjasafninu á Siglufirði, en nú hefur breyting orðið á.  Vetrarferðamennskan hefur tekið stakkaskiptum og ljóst er að ferðamannatímabilið er að lengjast.

Erlendir ferðamenn hafa verið mun tíðari gestir á Síldarminjasafninu á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins en áður.  Á síðasta ári töldu erlendir ferðamenn tæp 14% af gestafjölda í janúar og febrúar, en í ár var hlutfall þeirra á sama tímabili 69%. Aldrei fyrr hafa svo margir útlendingar heimsótt Síldarminjasafnið í febrúar, og voru aðeins átta dagar í mánuðinum þar sem engir gestir komu. Tvo fyrstu mánuði ársins 2013 voru gestir alls 365 á safninu, þar af almennir ferðamenn 235 og 163 af þeim voru útlendingar.

Síldarminjasafn Íslands