Félag eldri borgara í Fjallabyggð fjölmennti í Bátahús Síldarminjasafnsins á Siglufirði í upphafi vikunnar þegar sveitarfélagið Fjallabyggð bauð til stundarinnar og uppá léttar veitingar.  Um 100 eldri borgarar mættu og nutu samverunnar á fyrsta sameiginlega Aðventukvöldi félaganna í Fjallabyggð.

Starfsmenn Síldarminjasafnsins sáu til þess að aðventustundin var vel heppnuð en öll umgjörðin þótt einstaklega jólaleg og falleg.

Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins bauð gestina velkomna og lagði áherslu á samfélagslegt hlutverk Síldarminjasafnsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar flutti ávarp og þá tóku þau Edda Björk Jónsdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson lagið. Sannkallaður jólaandi réði ríkjum og mikil ánægja var með samverustundina.

Fjallabyggð greindi fyrst frá þessu ásamt myndum.