Mikil aðsókn í Húsasmíði á Akureyri

Mikill áhugi er á námi í húsasmíði í kvöldskóla Verkmenntaskólans á Akureyri en nýlega var lokað fyrir umsóknir fyrir haustið. Alls bárust 44 umsóknir en aðeins eru 12 laus pláss í kvöldnáminu, svo ljóst er að ekki allir fá inngöngu í haust.

Innritunarnefnd VMA mun hafa inntökuskilyrðin til hliðsjónar við innritun þ.e.a.s. að “nemandi hafi náð 23 ára aldri og/eða hafi viðeigandi starfsreynslu.”  Mikil áhersla verður lögð á starfsreynslu.

Alls voru 8 nemendur sem útskrifuðust úr námi í Húsasmíði í vor frá skólanum.

Mynd: VMA.is