Mikil aðsókn hefur verið að reiðnámskeiðum hjá Glæsi á Siglufirði núna í júlí en yfir 50 þátttakendur hafa sótt námskeiðin sem eru í tvær vikur í senn. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa vegna fjöldans. Herdís Erlendsdóttir á Sauðanesi stýrir þessum námskeiðum sem haldin hafa verið undanfarin ár.
Frétta- og fræðslusíða UÍF greindi fyrst frá þessu.
Myndin er frá stuttum reiðtúr á 17. júní fyrir nokkrum árum á Siglufirði.