Mikið spurt um göngur og kajak hjá TopMountaineering á Siglufirði

Gestur Hansson hjá TopMountaineering á Siglufirði eru með ansi áhugaverðar göngur á næstunni. Á laugardaginn verður boðið uppá göngu frá Skútudal og inni í Héðinsfjörð. Gangan er u.þ.b. 10 km löng og tekur 5-6 klst. Skráning á facebook og hjá Gesti.

Á mánudaginn verður gengið frá Skarðsdal og endað í Hvanneyrarskál. Gangan tekur u.þ.b. 4-5 klst. Skráning á facebook og hjá Gesti.

Einnig er hægt að fara í kajakferðir hjá TopMountaineering á Siglufirði.

Gestur segir ferðaþjónustuna á Siglufirði vera lifna aftur við og er bjartsýnn á framhaldið. Mikið er spurt um gönguferðir og kajakferðir af íslenskum ferðamönnum og erlendum. Töluvert hefur verið um bókanir undanfarið hjá Topmountaineering.