Það er búið að vera ástand á Eyrinni á Akureyri og mikið um sjávarflóð inn í húseignir á svæðinu. Það er aðeins farið að lækka vatnsyfirborðið, enda farið að falla vel út en enn er unnið að dælingu og að veita vatni burtu.

Það er enn lokað um Laufásgötu, Kaldbaksgötu og Gránufélagsgötu neðan við Hjalteyrargötu á Akureyri. Ljóst er að sums staðar hefur orðið talsvert tjón bæði á húseignum og munum.

Það er aftur háflóð í kvöld milli 21:00-22:00 og verður fylgst vel með stöðunni. Eigendur húsa á þessu svæði eru beðnir um að fylgjast vel með, gera þær ráðstafanir sem hægt er að gera til að forða frekara tjóni.

Eins eru bátaeigendur hvattir að huga að bátum sínum í höfninni.

Áfram verður fylgst grannt með stöðunni.