Miðvikudagsmótaröðinni lýkur hjá GFB

Tólfta og síðasta umferð í Miðvikudagsmótaröð Golfklúbbs Fjallabyggðar fer fram miðvikudaginn 22. ágúst kl. 18:30 á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði.  Spennandi keppni er um 1.-2. sæti í öllum flokkum.

Staðan í mótinu er eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar
1. sæti Fylkir Þór Guðmundsson 85 stig
2. sæti Sigurbjörn Þorgeirsson 82 stig
3. sæti Ármann Viðar Sigurðsson 60 stig

Punktakeppni með forgjöf (26,4 og lægri)
1. sæti Björn Kjartansson 71 stig
2. sæti Fylkir Þór Guðmundsson 67 stig
3. sæti Rósa Jónsdóttir 66 stig

Punktakeppni með forgjöf (áskorendaflokkur)
1. sæti Jóhann Júlíusson 85 stig
2. sæti Einar Ingi Óskarsson 85 stig
3. sæti Sigríður Munda Jónsdóttir 64 stig