Miðvikudagsmótaröð Golfklúbbs Fjallabyggðar hafin

Miðvikudagsmótaröð GFB hófst þann 6. júní síðastliðinn. Mótið verður alls 12 umferðir og telja bestu 5 umferðirnar. 17 stig eru gefin fyrir 1. sæti, 14. stig fyrir 2. sæti, 12 stig fyrir 3. sæti, 10 stig fyrir 4 sætið og svo koll af kolli. Keppt er á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði og er fyrirkomulagið punktakeppni og leiknar eru 9 holur.

Á þessu fyrsta móti voru 12 skráðir til leiks og í fyrsta sæti í opnum flokki var Hannes Þór Sæmundsson, í 2. sæti var Björg Traustadóttir og í 3. sæti var Dagný Finnsdóttir. Í áskorendaflokki var Jóhann Júlíus Jóhannsson í 1. sæti, Anna Þórisdóttir var í 2. sæti og Friðrik Eggertsson í 3. sæti.