Í dag hefur verið unnið að smitrakningu í tengslun við smit af Covid-19 sem kom upp hjá nemanda á miðstigi í Oddeyrarskóla. Voru allir starfsmenn og nemendur settir í úrvinnslusóttkví.
Nú er smitrakningu nánast lokið og niðurstaðan sú að nemendur miðstigs ásamt kennurum þess fara í sóttkví en aðrir nemendur og kennarar eru lausir úr sinni úrvinnslusóttkví. Hefur þeim verið kynnt þessi niðurstaða af skólastjórnendum.