Miðnæturgolf í Fjallabyggð

Báðir golfklúbbarnir í Fjallabyggð voru með Jónsmessumót á laugardaginn og var spilað golf framundir miðnætti. Hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar var keppt á Skeggjabrekkuvelli og tóku 14 kylfingar þátt. Friðrik Eggertsson  var efstur með 40 punkta, Guðmundur M. Sigurðsson (GG) með 35 punkta og Dagný Finnsdóttir með 34 punkta.

Hjá Golfklúbbi Siglufjarðar var Jónsmessumótið haldið 20. júní og mættu 28 kylfingar til leiks, fengu frábært veður og fallega kvöldsól og allir skemmtu sér stórlega vel.

Stór afmælisbörn ársins þau Sævar, Ólína, Þröstur, Hanna og Erla Helga voru með glæsilegan kvöldverð eftir mótið.

Fyrirkomulag mótsins var punktakeppni með forgjöf.

Úrslit á Siglógolf:

1.Sindri Ólafsson 20 punktar

2. Jóhann Már S. 19 punktar

3. Ólína Þórey 18 punktar

4. Ingvar Hreins 18 punktar

Nándarverðlaun á par 3 brautum: Hulda Guðveig, Jóhann Már og Ólafur Björnsson

Eftir mótið var svo haldið aftur út á völl eftir miðnætti og var spilað texas scramble.

1. Jóhann Már, Steini Jó og Stefán Aðalsteins = 30 högg

2. Sævar, Kári Freyr, Jósý og Hanna = 33 högg

3-4. Benni, Ingvar, Þröstur og Halldór = 34 högg

3-4 Jón Karl, Sindri, Ólína og Óli Birgis = 34 högg