Alþjóðlega golfmótið Arctic Open hófst í dag á golfvellinum Jaðri á Akureyri og er þetta í 27. sinn sem mótið er haldið. Mótið fer fram dagana 27.-29. júní og verða keppendur um 140, þar af 30 erlendir golfarar. Um er að ræða golfmót þar sem keppt er í opnum flokki með höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Einnig er sérstakur öldunga-og kvennaflokkur. Það sem gerir mótið einstakt er að leikið er á kvöldin og fram á nótt í miðnætursól.
Nánar á heimasíðu mótsins www.arcticopen.is
Dagskráin á föstudag og laugardag:
28. júní, föstudagur:
- 16:00 Leikur hefst hjá fyrri ráshóp, leikið er samtímis af öllum teigum.
- 20.30 Leik fyrri ráshóps lýkur.
- 21.30 Leikur hefst hjá seinni ráshóp, leikið er samtímis af öllum teigum.
- 03.00 Leik seinni ráshóps lýkur.
29. júní, laugardagur: