Miðnæturgolfmótið Arctic Open verður haldið á Akureyri á Jaðarsvelli dagana 21.-24. júní. Um 220 þátttakendur eru skráðir í mótið í ár. Völlurinn er í góðu ástandi og hafa starfsmenn lagt hart að sér að hafa hann sem bestan fyrir mótið. Mótið verður sett á miðvikudagskvöld en spilað verður á fimmtudag og föstudag. Ræst verður út frá kl. 13:00-23:50. Lokahóf er á laugardagskvöld.