Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að með gistinótt á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði fylgi einn sundmiði fyrir hvern gest. Með því móti er komið til móts við gesti tjaldsvæðisins vegna aðstöðuleysis en ekki er hægt að fara í sturtu á svæðinu. Þessi lausn að laða að fjölskyldufólk að svæðinu.
Nokkrir möguleikar voru skoðaðir vegna þessa aðstöðuleysis en ljóst var að ekki væri mögulegt að setja upp nýtt þjónustuhús á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði fyrir komandi sumar. Ekki var heldur mögulegt að leigja aðstöðuhús, og var því talinn góður kostur að nýta sturtuaðstöðuna í sundlauginni sem tímabundna lausn í sumar.
Samkvæmt gjaldskrá er verð á gistinótt í Fjallabyggð kr. 1.300- en börn yngri en 16 ára gista frítt.
Samkvæmt gjaldskrá er verð á sundmiða í Fjallabyggð fyrir fullorðna kr. 820 og kr. 400 fyrir börn.