Miði í sund fylgir gistinótt á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að sundmiði fylgi hverri gistinótt fyrir tjaldsvæðagesti á tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Gildir þetta á meðan verið er að bæta aðstöðuna á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði. Þetta er sama fyrirkomulag og var sumarið 2020.

Unnið er að því að byggja nýtt þjónustuhús á tjaldsvæðinu en þar til það er risið geta gestir farið í sturtu í sundlauginni.

Sundlaugin í Ólafsfirði
Mynd: Héðinsfjörður.is