Miðasala hafin á Berjadaga

Listahátíðin Berjadagar 2015 verður í grunninn með öðru sniði en vanalega því lokakvöldið er að þessu sinni leikhússsýning Guðmundar Ólafssonar þar sem nýtt verk hans lítur dagsins ljós í fyrsta skipti í Ólafsfirði, verkið Annar tenór – en samt sá sami. Það verða því glæsilegir tónleikar í kirkjunni fimmtudags- og föstudagskvöld að venju og síðan leikhússýning Guðmundar laugardagskvöld og á sunnudag. Hátíðin stendur því yfir fjóra daga. Stjórnendur hátíðarinnar líta á frumsýningu Annars tenórs í firðinum sem kærkomna tilbreytingu í tilefni 70 ára kaupstaðarréttinda Ólafsfjarðar. Enda átti forveri verksins, Tenórinn, fádæma vinsældum að fagna af íslensku leikverki að vera og hér ríður Guðmundur á vaðið með nýtt verk sem hefur ekki verið sýnt áður í Ólafsfirði.

Auk þessa​ tónleika og leikhúss​ munu ljósmyndir Brynjólfs Sveinssonar vera sýnilegar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. En þar er af nógu að taka og dætur hans standa fyrir því að fleiri myndir líti dagsins ljós.
En sýning var á hluta ljósmyndasafns hans fyrr í vetur í Ólafsfirði.

Nánari dagskrá má finna á heimasíðu Berjadaga. Miðasala er þegar hafin og um að gera að tryggja sér miða í tæka tíða. Hægt er að fá hátíðarpassa eða miða á einstaka viðburði. Miðasala er á midi.is.

berjadagar