Miðar gilda eingöngu í þrjá tíma um næstu helgi

Skíðasvæðið í Skarðsdal er opið í dag frá kl. 14-19.  Um næstu helgi verður svæðinu skipt í þrjá opnunartíma. Miðar gildar aðeins í þrjá klukkutíma eða frá kl. 9-12, 12-15 og 15-18. Miðinn kostar 2500 kr. fyrir 18 ára og eldri. Alls mega 200 gestir vera á skíðasvæðinu ,18 ára og eldri. Yngri iðkendur eru ekki í þeirri heildartölu.