Miðaldadögum á Gásum lýkur í dag

Miðaldardögunum á Gásum lýkur í dag þann 19.júlí, opið verður frá 11:00 til 18.00. Gásar eru 11 km. norður af Akureyri. Sjá meðfylgjandi dagskrá.

  • 11:00 – 16:00 Eldsmiðir við vinnu. Heitt í kolunum.
  • 13:00 -16:00 Skjóttu í mark!  Tilsögn í bogfimi..
  • 12:30, 14 & 16 Leiðsögn um minjasvæðið.  Þarna gerðist þetta í raun og veru.
  • 11:00 – 18:00 Miðaldamatur til sölu í veitingatjaldi
  • 12:00, 14:30 & 17:00 Slær í brýnu og stefnir í bardaga
  • 13:00 & 15:00 Brennisteinshreinsun. Brennisteinn soðinn í lýsi.
  • Miðaldatónlist: Miðaldahljómsveitin Svartidauði eirir engu. Engin grið gefin.
  • 13:00, 14:30 & 16:30 Örleikrit sem byggja á atburðum frá miðöldum og fólki sem komið hefur að Gásum.
  • 17:00 Refsing á almannafæri. Vandræðamenn lenda í gapastokknum á miðju svæðisins. Fúlegg til sölu.

11240782_849830811773856_1007332565123066192_o 11745567_849830735107197_660132373528829938_n 11165225_849830718440532_3401188372272072475_n