Miðaldadagar í Gásum, Eyjafirði

Gásir eru við Hörgárósa í Eyjafirði, 11 km norðan við Akureyri.  Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafn miklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá miðöldum. Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og er staðarins víða getið í fornritum frá 13. og 14. öld. Gásasvæðið er á náttúruminjaskrá og þar finnast m.a. plöntur á válista.

Miðaldadagar verða haldnir á Gásum í Eyjafirði 16-19 júlí. Meðal annars verður hægt að sjá:  Sverðaglamur á Gásum, eldsmiði, brennisteinshreinsun, kolagerð, langskipið Véstein o.fl.

Öll dagskráin á PDF formi er hér.