Miðaldadagar á Gásum í Eyjafirði

Miðaldadagar á Gásum hefjast í dag, föstudag, og standa yfir til sunnudags. Af því tilefni kemur fjöldi fólks víðsvegar að af landinu og erlendis frá til þess að endurskapa mannlífið við hinn forna verslunarstað Gásir við Eyjafjörð. Gásir eru um 11 km. norðan Akureyrar og stendur sunnan við ósa Hörgár þar sem er að finna ágæta höfn frá náttúrunnar hendi. Þátttakendur eru um 75; kaupmenn, handverksmenn, vígamenn og munkar.

Opið verður á Miðaldadögunum frá föstudegi til sunnudags frá 11-18.

Meira á heimasíðu Gása hér.