Metumferð á Hringveginum í ágúst

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 7,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Aldrei áður hafa fleiri bílar farið um Hringveginn í ágúst. Það sem af er ári hefur umferðin á Hringveginum aukist um 5,1 prósent sem er mesta aukning síðan 2007.

Milli mánaða 2013 og 2014

Ef marka má 16 lykiltalningastaði á Hringvegi, þá hafa aldrei fleiri bílar farið um Hringveginn í ágúst mánuði, frá upphafi. Umferðin reyndist 7,5% meiri en í sama mánuði síðasta árs.  Þetta er næst mesta aukning síðan þessi samanburður hófst. Umferðin jókst mikið á öllum landssvæðum en mest varð aukingin um Vesturland eða um 11% og minnst um Norðurland eða um 5,1%. Á síðasta ári dróst umferð hins vegar saman um þessi sömu landssvæði, sjá töfluna. Vegagerðin greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Samanburdur-agust

 

 

 

 

 

Heimild: vegag.is