Sólberg ÓF-1 kom að bryggju í morgun á Siglufirði rétt fyrir kl. 7:00 eftir veiðar í rúmlega mánuð í Barentshafi.  Sólberg hafði fyrst viðkomu á Akureyri rétt fyrir kl. 20:00 í gærkvöldi og lagði af stað til Siglufjarðar um kl. 03:30. Þetta er stærsti túrinn fram að þessu hjá Sólbergi en aflinn upp úr sjó er rúmlega 1.760 tonn samkvæmt tölum frá Fiskmarkaði Siglufjarðar sem landaði uppúr skipinu í morgun.